Klasi
Klasi er þekkingarfyrirtæki í þróun fasteigna. Félagið hefur í yfir tuttugu ár stýrt þróun, hönnun og uppbyggingu fasteignaverkefna ásamt því að vinna að þróun nýrra byggða á skipulags- og framkvæmdastigi.
Klasi er eigandi að lóðum víða um höfuðborgarsvæðið þar sem ýmist er unnið að framkvæmdum, undirbúningi framkvæmda, hönnun eða vinnslu deiliskipulags. Klasi vinnur nú að uppbyggingu íbúða og atvinnuhúsnæðis á Ártúnshöfða en Klasi vann skipulag fyrir borgarhlutann í samstarfi með Reykjavíkurborg. Alls er félagið með um 1.800 íbúðir í skipulagsferli eða í undirbúningi og um 100 þúsund atvinnufermetra.
Klasi hefur komið að mörgum helstu uppbyggingar- og þróunarverkefnum á liðnum 20 árum síðan það var stofnað. Bæði hvað varðar byggingu íbúða og atvinnuhúsnæðis ásamt útleigu íbúða og atvinnuhúsnæðis. Dæmi um byggingar er þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara að Nesvöllum í Reykjanesbæ, uppbygging tæplega 700 íbúða ásamt þjónustu- og skrifstofuhúsnæðis í 201 Smára í Kópavogi og verslunarkjarni við Litlatún í Garðabæ.
Nánari upplýsingar um Klasa má finna á klasi.is.